Erlent

Joe Biden kominn til Úkraínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/afp
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, er mættur til Kænugarðs þar sem hann mun ræða við Oleksandr Turchynov, forseta Úkraínu, og Arseniy Yatsenyuk, forsætisráðherra, um ástandið í landinu.

Biden mun vera mættur til Úkraínu til að sína stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og ræða um stuðning alþjóðasamfélagsins við úkraínsku þjóðina.

Forsetakosningar fara fram 25. maí í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×