Lífið

Joe & the Juice og UN Women í sameiginlegu átaki

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gott málefni.
Gott málefni.
UN Women á Íslandi og Joe & the Juice skora á alla að bæta 100 krónum við djúsinn á Joe & the Juice og Joe bætir öðrum 100 krónum við, dagana 18.-31. janúar. Allur ágóði, alls 200 krónur af hverjum drykk, rennur óskiptur til verkefna UN Women sem miða að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UN Women.

Ofbeldi gegn konum og stelpum er eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum. Hvert einasta samfélag í heiminum, þar á meðal Ísland, er þjakað af kynbundnu ofbeldi.

UN Women styrkir verkefni um allan heim sem miða að því að uppræta ofbeldi gegn konum og stelpum, tryggja þolendum viðeigandi aðstoð og stuðla að sterkari löggjöf og framfylgd laga um ofbeldi gegn konum.

UN Women styrkir  athvarf fyrir þolendur sýruárása í borginni Siem Reap í Kambódíu. Þar er konum tryggð læknisþjónusta, sálfræðiaðstoð og jafningjastuðningur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×