Golf

Jim Furyk tekur forystuna á Firestone

Kári Örn Hinriksson skrifar
Furyk er með gott forskot.
Furyk er með gott forskot. Getty
Það er hinn 45 ára Jim Furyk sem leiðir á Bridgestone Invitational eftir tvo hringi en hann hefur leikið fyrstu 36 holurnar á hinum krefjandi Firestone velli á átta höggum undir pari.

Furyk hefur fjögurra högga forskot á næstu menn en Shane Lowry, Dustin Johnson og Bubba Watson deila öðru sætinu á fjórum undir pari.

Jordan Spieth, sem gæti með sigri farið upp fyrir Rory McIlroy í efsta sæti heimslistans, er einnig í toppbaráttunni en hann lék á 68 höggum í gær og deilir áttunda sætinu á tveimur undir.

Bridgestone Invitational er síðasta heimsmótið í golfi á árinu og aðeins bestu kylfingar heims hafa þátttökurétt en verðlaunaféð í mótinu er í takt við það.

Þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 16:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×