Erlent

Jim Carrey kærður fyrir aðild að dauða kærustu sinnar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Cathriona White lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum.
Cathriona White lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. vísir/getty
Hollywood leikarinn Jim Carrey hefur verið kærður fyrir að hafa átt þátt í dauða fyrrverandi kærustu sinnar, Cathriona White, með því að hafa útvegað henni læknadóp. Hún lést á síðasta ári af völdum of stórs skammts.

Fyrrverandi eiginmaður White, Mark Burton, lagði nýlega fram kæruna á hendur Carrey, en hann fullyrðir að Carrey hafi nýtt sér frægð sína til þess að útvega lyfin. Burton segir hann jafnframt hafa reynt að hylma yfir aðild sína að dauða White, en Carrey hefur ekkert viljað tjá sig um þessi mál. Þá er Carrey sagður hafa keypt lyfin undir fölsku nafni; Arthur King.

Burton segir jafnframt að Carrey hafi verið haldinn þráhyggju gagnvart White og reynt að stýra öllu í hennar lífi. Hann hafi meðal annars sett upp öryggismyndavélar á heimilinu til þess að fylgjast með henni.

White, sem var þrítug og frá Írlandi, fannst látin eftir að hafa tekið of stóran skammt af lyfseðilsskyldum lyfjum í fyrra. Parið hafði hætt saman einungis nokkrum dögum fyrir andlátið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×