Sport

Jets brotlenti í eyðimörkinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Fitzpatrick átti erfiðan dag í vinnunni.
Ryan Fitzpatrick átti erfiðan dag í vinnunni. Vísir/Getty
Arizona Cardinals vann öruggan sigur á New York Jets, 28-3, í mánudagsleiknum í NFL-deildinni í nótt en þetta var lokaleikur sjöttu umferðar.

Hlauparinn David Johnson átti enn einn stjörnuleikinn en hann hljóp fyrir 111 jördum í nótt og skoraði þrjú snertimörk - öll sem hlaupari.

Eftir að hafa valdið mörgum vonbrigðum í upphafi tímabilsins hefur Cardinals nú náð að vinna tvo leiki í röð eru nú með þrjá sigra í sex leikjum.

Jets hefur hins vegar tapað fjórum leikjum í röð og fimm leikjum alls. Tímabilið hefur verið martröð líkast fyrir leikstjórnandann Ryan Fitzpatrick sem var tekinn út úr leiknum í nótt fyrir Geno Smith.

Fitzpatrick kláraði aðeins sextán af 31 sendingu sinni í leiknum fyrir 174 jördum. Hann kastaði boltanum einu sinni frá sér en hann hefur nú gert það ellefu sinnum á tímabilinu - oftast allra leikstjórnenda í deildinni.

Todd Bowles, þjálfari Jets, sagði þó eftir leik að Fitzpatrick yrði áfram aðalleikstjórnandi liðsins og myndi vera í byrjunarliðinu í næsta leik.

NFL

Tengdar fréttir

Bað net um að giftast sér

Odell Beckham hefur átt í sérkennilegu sambandi við dauðan hlut á hliðarlínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×