Enski boltinn

Jesus snýr aftur í lið City í dag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gabriel Jesus var frábær áður en hann meiddist
Gabriel Jesus var frábær áður en hann meiddist Vísir/Getty
Raheem Sterling missir af úrslitaleik enska deildarbikarsins í dag en Gabriel Jesus verður á bekknum. The Times greinir frá þessu í dag.

Manchester City getur unnið sinn fyrsta titil undir Pep Guardiola þegar liðið mætir Arsenal á Wembley síðdegis.

Fjarvera Sterling er skarð í lið City því Englendingurinn hefur verið atkvæðamikill í vetur. Hann meiddist aftan í læri gegn Basel 15. febrúar og er ekki búin að ná sér til fulls.

Hins vegar er búist við því að Gabriel Jesus verði á bekknum. Brasilíumaðurinn hefur verið fjarverandi síðan hann meiddist á hné í leik gegn Crystal Palace á gamlársdag.

Leikur Manchester City og Arsenal hefst klukkan 16:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×