Enski boltinn

Jesus loksins kominn til City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gabriel Jesus er kominn til Englands.
Gabriel Jesus er kominn til Englands. Vísir/Getty
Manchester City hefur loksins náð að ganga frá félagaskiptum Gabriel Jesus, nítján ára sóknarmanni, frá Palmeiras í Brasilíu.

City náði samkomulagi við Palmeiras í ágúst en Jesus kláraði tímabilið með félaginu í Brasilíu og hjálpaði liðinu að verða brasilískur meistari í nóvember.

En nú hefur verið gengið frá öllum smáatriðum og verður Jesus gjaldgengur fyrir leik City gegn Tottenham um helgina.

Þetta gæti verið kærkomin viðbót við hóp City sem steinlá fyrir Everton um helgina, 4-0.

„Ég vil vinna titla og Manchester City er vant að gera það,“ sagði hann í viðtali á heimasíðu City. „Það skipti miklu máli fyrir mig, sem og knattpsyrnustjórinn [Guardiola] og leikmannahópurinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×