Enski boltinn

Jesus lendir í Manchester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jesus fagnar meistaratitlinum með Palmeiras.
Jesus fagnar meistaratitlinum með Palmeiras. vísir/getty
Brasilíski landsliðsmaðurinn Gabriel Jesus lendir í Manchester í dag og mun eyða helginni í borginni.

Þessi 19 ára strákur var keyptur síðasta sumar en City leyfði honum að klára tímabilið með Palmeiras. Tímabilið í Brasilíu kláraðist á sunnudag og Palmeiras varð meistari.

Jesus mun hitta tilvonandi liðsfélaga sína á morgun og helgin verður nýtt í að kynna fyrir honum hvað bíður er hann gengur endalega í raðir félagsins eftir áramót.

Hann mun svo sjá leik City og Chelsea áður en hann flýgur aftur heim á sunnudag.

Í föruneyti Jesus núna verða bróðir hans og nokkrir vinir. Móðir hans mun svo flytja með honum til Englands eftir áramót og sjá til þess að hann haldi sig á mottunni.

Manchester aí vou eu ! #javolto #domingoestoudevolta

A photo posted by Gabriel Jesus Oficial (@dejesusoficial) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×