Lífið

Jennifer Lawrence biðst afsökunar á rassakláðamálinu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jennifer baðst afsökunar.
Jennifer baðst afsökunar. Mynd/Getty
Jennifer Lawrence hefur beðið íbúa Hawaii eyja afsökunar á því að hafa notað heilaga steina til þess að klóra sér í rassinum. Þetta gerði hún á Facebook síðu sinni í tilkynningu þar sem hún sagðist ekki hafa ætlað sér að vanvirða íbúa Hawaii.

Málið kom upp eftir leikkonan sagði frá því í spjallþætti Graham Norton að hún hefði notað heilaga steina til þess að klóra sér í rassinum á meðan tökum stóð á myndinni Hunger Games.

„Ég var alltaf í blautbúningi og það var svo gott að klóra sér í rassinum á þessum steinum“ sagði leikkonan meðal annars í viðtalinu.

Ummælin hafa vakið mikla gremju meðal margra og þar sérstaklega frumbyggja frá Hawaii eyjum sem margir hverjir hafa sagt að Lawrence ætti að biðjast afsökunar.

Finnst þeim Lawrence hafa vanvirt hefðir sínar og venjur með ummælunum en slíkir staðir skipta miklu máli í menningu eyjaskeggja. 

Lawrence segist ekki hafa ætlað sér að móðga neinn og baðst afsökunar. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×