Lífið

Jennifer Lawrence bálreið vegna umræðu um fleginn kjól

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jennifer Lawrence í kjólnum sem vakið hefur  mikla athygli.
Jennifer Lawrence í kjólnum sem vakið hefur mikla athygli. vísir/getty
Leikkonan Jennifer Lawrence lét í sér heyra á Facebook í dag þar sem hún svaraði fullum hálsi gagnrýni sem hún hefur fengið eftir að hafa verið í flegnum galakjól í myndatöku við kynningu á myndinni Red Sparrow.

Meðal þess sem sett hefur verið út á í tengslum við kjólinn sem Lawrence klæddist er að hún hafi sýnt of mikið hold og að henni hafi verið mismunað í myndatökunni þar sem hún var ekki í hlýjum jakka eins og samleikarar hennar í myndinni. Myndatakan fór fram á þaki húss í London og var víst ansi kalt úti.

Lawrence gefur lítið fyrir þessar áhyggjur, segir umræðuna fáránlega og að hún sé móðguð vegna hennar.

„Þessi Versace-kjóll var glæsilegur, haldið þið að ég hafi ætlað að fela hann með jakka og trefli? Ég var úti í fimm mínútur. Ég hefði staðið þarna í snjókomu því ég elska tísku og þetta var mitt val. Þetta er kynjamisrétti, þetta er fáránlega, þetta er ekki femínismi,“ segir Lawrence meðal annars á Facebook og segir þessa umræðu eins og þessa taka athyglina frá alvöru málum.

„Allt sem þú sérð mig klæðast er mitt val og ef ég vil að mér sé kalt þá er það líka mitt val!“ segir í leikkonan og er greinilega alls ekki skemmt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×