Lífið

Jennifer Garner: Nei þýðir nei

Jennifer Garner
Jennifer Garner Vísir/Getty
Jennifer Garner segir í viðtali við Us Weekly að hún reyni að láta frægð sína ekki hafa áhrif á það hvernig hún elur upp börnin sín.

Leikkonan og eiginmaður hennar Ben Affleck eiga börnin Violet, Seraphinu og Samuel.

Ég kem fram við börnin mín eins og venjuleg börn. Það þarf að setja þeim mörk og setja reglur og þau fá frekjuköst," segir Garner og greinir frá atviki sem átti sér stað í hjólabúð fyrir skemmstu.

„Yngsti strákurinn minn sá eitthvað sem hann langaði í. Ég var nýbúin að segja við hann að við myndum ekki kaupa neitt, og hann fékk frekjukast," rifjaði hún upp. „Fólkið í búðinni brást við og vildi endilega gefa honum það sem hann vildi, því hann var kominn í svo mikið uppnám. En ég baðst afsökunar á því að hann væri með læti inn í búðinni þeirra, sagði við þau að það væri fallegt af þeim að bjóðast til þess að gefa honum þetta, en að hann þyrfti bara að taka út sitt frekjukast. Ég sagði nei. Nei þýðir nei."

„Og ég sagði við stelpurnar mínar: Hvað þýðir það þegar ég segi nei? og þær svöruðu, hún meinar nei! Maður gerir bara það sem þarf að gera. Það er ekki gaman. Ég held að ég taki ekki alltaf réttar ákvarðanir, en ég reyni mitt að besta í því að vera samkvæm sjálfri mér, svo þau viti við hverju þau megi búast frá mér."

Orðrómur hefur verið á kreiki um það undanfarið að Jennifer Garner og eiginmaður hennar séu við það að skilja.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×