Enski boltinn

Jenkinson til West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carl Jenkinson í búningi West Ham.
Carl Jenkinson í búningi West Ham. Heimasíða West Ham United
West Ham United hefur fengið enska bakvörðinn Carl Jenkinson að láni frá Arsenal. Lánssamningurinn gildir til loka leiktíðarinnar.

Jenkinson, sem er 22 ára, kom til Arsenal frá Charlton Athletic árið 2011. Hann hefur leikið 57 leiki með Skyttunum og skorað eitt mark.

Hann lék 14 deildarleiki á síðustu leiktíð, en eftir kaupin á Mathieu Debuchy og Calum Chambers var ljóst að tækifæri hans í vetur yrðu af skornum skammti.

Jenkinson hefur leikið einn landsleik fyrir Englands hönd.


Tengdar fréttir

Debuchy genginn til liðs við Arsenal

Arsenal gekk frá kaupunum á franska bakverðinum Mathieu Debuchy frá Newcastle rétt í þessu en honum er ætlað að fylla í skarð Bacary Sagna.

Chambers til Arsenal

Calum Chambers er kominn til Arsenal fyrir 16 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×