ŢRIĐJUDAGUR 26. JÚLÍ NÝJAST 19:36

Bronsdrengirnir ćtla sér stóra hluti á EM

SPORT

Jenas leggur skóna á hilluna

 
Enski boltinn
20:30 07. JANÚAR 2016
Jenas fagnar í leik međ Newcastle.
Jenas fagnar í leik međ Newcastle. VÍSIR/GETTY

Fyrrum landsliðsmaður Englands, Jermaine Jenas, hefur lagt skóna á hilluna. Meiðsli neyddu hann til þess að hætta.

Jenas er aðeins 32 ára gamall en hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Hann spilaði síðast fyrir QPR í apríl árið 2014. Hann meiddist á hné skömmu síðar og náði sér aldrei aftur á strik.

Hann naði að spila yfir 400 leiki á sínum ferli sem hófst árið 2000 hjá Nott. Forest. Þaðan fór hann ti Newcastle og lék með þeim í þrjú ár.

Þaðan lá leiðin til Tottenham og var hann á mála hjá félaginu til 2013. Hann var lánaður til Aston Villa árið 2011 og Nott. Forest leiktíðina 2012-13. Hann endaði svo ferilinn hjá QPR eins og áður segir.

Hann spilaði 21 landsleik fyrir England á árinum 2003-09 og skoraði eitt landsliðsmark.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Jenas leggur skóna á hilluna
Fara efst