Enski boltinn

Jelavic farinn til Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jelavic í leik með West Ham.
Jelavic í leik með West Ham. vísir/getty
Kínversk knattspyrnulið halda áfram að kaupa knattspyrnumenn frá Evrópu í stórum stíl en nú var West Ham að missa framherja.

Kínverska 2. deildarliðið Beijing Renhe er nefnilega búið að kaupa króatíska framherjann Nikica Jelavic á 2 milljónir punda.

Þetta er reyndar ekkert verð því Jiangsu Suning keypti Ramires á 25 milljónir punda á meðan Guangzhou Evergrande gerði enn betur með því að greiða 31 milljón punda fyrir Jackson Martinez. Það er metupphæð fyrir leikmann í Asíu.

Jelavic kom til West Ham sumarið 2015 á 3 milljónir punda frá Hull. Hann skoraði aðeins eitt deildarmark fyrir West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×