Íslenski boltinn

Jeffs tekur við ÍBV

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ian Jeffs verður næsti þjálfari kvennaliðs ÍBV.
Ian Jeffs verður næsti þjálfari kvennaliðs ÍBV. Vísir/Valli
Ian Jeffs, leikmaður karlaliðs ÍBV í fótbolta, mun taka við kvennaliði félagsins að tímabilinu loknu. Jón Ólafur Daníelsson, núverandi þjálfari kvennaliðsins, staðfesti þetta við Fótbolta.net eftir leik ÍBV og Vals í kvöld.

Jón Ólafur hefur þó ekki sagt skilið við kvennaliðið, en hann verður aðstoðarþjálfari Jeffs á næsta tímabili. Jón Ólafur hefur verið lengi við stjórnvölinn hjá ÍBV, en Eyjaliðið situr sem stendur í 6. sæti Pepsi-deildarinnar með 27 stig eftir 17 umferðir.

Jeffs kom fyrst til Íslands árið 2003 og lék þá 16 leiki í Landsbankadeild karla. Hann hefur einnig leikið með Fylki og Val hér á landi. Jeffs hefur komið við sögu í 18 leikjum hjá ÍBV í sumar og skorað eitt mark.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×