Erlent

Japanir tilkynna um refsiaðgerðir gegn Rússum

Heimir Már Pétursson skrifar
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna telur mögulegt að stríðsglæpur hafi verið framinn þegar Malaysian flugvélin var skotin niður. Japanir banna innfluting á vörum frá Krímskaga.
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna telur mögulegt að stríðsglæpur hafi verið framinn þegar Malaysian flugvélin var skotin niður. Japanir banna innfluting á vörum frá Krímskaga. vísir/getty
Japönsk stjórnvöld tilkynntu í morgun að þau ætli að frysta allar eignir þeirra sem tengjast því að gera ástandið í Úkraínu óstöðugt og banna innflutning á vörum frá Krímskaga, til stuðings aðgerðum Evrópusambandins gagnvart Rússum. Átök í austurhluta Úkraínu gera rannsóknaraðilum erfitt fyrir að rannsaka brakið af flugvél malasíska flugfélagsins.

Evrópusambandið og Bandaríkin hafa gripið til ýmissra aðgerða að undanförnu til að refsa Rússum fyrir afskipti þeirra af innanríkismálum í Úkraínu. Eignir fyrirtækja og einstaklinga sem tengjast Vladimir Putin rússlandsforseta hafa verið frystar og takmarkanir settar á ferðalög sama hóps til ríkja Evrópusambandsins og Bandaríkjanna.

Háttsettur embættismaður innan japönsku ríkisstjórnarinnar sagði á fréttamannafundi í morgun að eignir einstaklinga og hópa sem tengdust innlimun Krímskaga í Rússland yrðu frystar í Japan. Þá muni japanir samræma aðgerðir sínar aðgerðum Evrópusambandsins og þróunarbanka Evrópu.

Skrifstofustjóri mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir að árásin á flugvél Malaysian flugfélagsins gæti flokkast sem stríðsglæpur. Mjög mikilvægt væri að sjálfstæð rannsókn geti farið fram á því sem gerist og leiddi til þess að 298 manns fórust með flugvélinni.

Gianni Magazzeni skrifstofustjóri mannréttindaskrifstofunnar segir ástandinu hafa hrakað mjög í austuhluta Úkraínu sem enn sé stjórnað af vopnuðum sveitum uppreisnarmanna. Þær stundi mannrán, handtökur, pyntingar og aftökur til að ógna íbúnum í Donetsk og Luhansk héruðum, sem í raun þýði að úbúarnir séu gíslar í sinni heimabyggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×