Erlent

Japanir hefja hvalveiðar á ný

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þrjár hrefnur um borð í japönsku hvalveiðiskipi.
Þrjár hrefnur um borð í japönsku hvalveiðiskipi. vísir/ap
Japanir ætla að hefja hvalveiðar á Kyrrahafi í næstu viku. Nýlega var hvalveiðum hætt nærri Suðurskautslandinu, eftir úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag.

Stjórnvöld kynntu þetta í dag og er heimildin veitt í vísindaskyni. Ætlunin er að fækka hvölum sem heimilt verður að veiða og taka þannig mið af niðurstöðu Alþjóðadómstólsins sem bannaði óbreyttar vísindaveiðar í Suðurhöfum.

Sjávarútvegsráðherra Japans, Yoshimassa Hayashi, sagði að kvótinn yrði 210 hvalir, sem er helmingur kvóta síðasta árs. Stefna stjórnvalda væri í grunninn á vísindaveiðum og markmið þeirra sé að taka upp hvalveiðar í atvinnuskyni eins fljótt og auðið er.

Veiðarnar hefjast síðar en vanalega og haft er eftir japönskum þingmönnum að veiðunum sé frestað vegna þriggja daga heimsóknar Bandaríkjaforseta, Baracks Obama, en hann hefur lýst andstöðu sinni við hvalveiðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×