Erlent

Japanar vara við Norður–Kóreumönnum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu. vísir/getty
Veruleg ógn stafar af Norður-Kóreumönnum. Þetta er mat Gen Nakatani, varnarmálaráðherra Japans. Norður-Kóreumenn skutu í gær á loft tveimur eldflaugum með nokkurra klukkustunda millibili og náði sú seinni að fljúga um 400 kílómetra í um þúsund kílómetra hæð. „Þessar eldflaugar eru veruleg ógn við öryggi Japans,“ sagði Nakatami á blaðamannafundi í gær.

Hershöfðingjaráð Suður-Kóreumanna sendi út yfirlýsingu í gær þar sem Suður-Kórea og Bandaríkin eru sögð starfa að greiningu á seinni eldflauginni og því hvort skotið geti talist vel heppnað. Ef það væri raunin teldust það góðar fréttir fyrir Norður-Kóreumenn sem hafa klúðrað fjórum skotum undanfarna mánuði.

Samkvæmt Marshall-stofnuninni ættu langdrægustu eldflaugar Norður-Kóreumanna, Taepodong 2, að geta flogið um 8.000 kílómetra og myndu þá ná alla leið til Íslands.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 24. júní




Fleiri fréttir

Sjá meira


×