Handbolti

Janus og Ramune valin best á lokahófi HSÍ | Lovísa og Ómar efnilegust

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Janus hleður hér í skot gegn Aftureldingu í úrslitum Íslandsmótsins.
Janus hleður hér í skot gegn Aftureldingu í úrslitum Íslandsmótsins. Vísir/ernir
Janus Daði Smárason og Ramune Pekarskyte, leikmenn Hauka í Olís-deildinni í handbolta, voru valin bestu leikmenn deildarinnar á árlegu lokahófi HSÍ sem fór fram á Gullhömrum í gærkvöldi.

Janus var auk þess valinn besti sóknarmaður deildarinnar í karlaflokki en í kvennaflokki hlaut Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir þau verðlaun.

Var um að ræða kjör á meðal leikmanna og þjálfara deildarinnar en leikmenn og starfsmenn Hauka tóku fjöldan alla verðlauna á lokahófinu.

Voru þjálfarar bæði karla- og kvennaliðsins útnefndir þjálfarar ársins eftir að hafa stýrt liðunum til deildarmeistaratitilsins.

Lovísa Thompson úr Gróttu var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar, annað árið í röð en í karlaflokki var Ómar Ingi Magnússon sem gengur til liðs við Århus í sumar valinn efnilegastur.

Nánari útlistun á þessu má sjá hér fyrir neðan en þetta kemur fram á fimmeinn.is:

Bestu leikmennirnir: Janus Daði Smárason og Ramune Pekarskyte (Haukum).

Efnilegustu leikmennirnir: Ómar Ingi Magnússon (Val) og Lovísa Thompson (Gróttu).

Markmenn ársins: Giedrius Morkunas (Haukum) og Íris Björk Símonardóttir (Gróttu).

Varnarmenn ársins: Guðmundur Hólmar Helgason (Val) og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir (Gróttu).

Sóknarmenn ársins: Janus Daði Smárason (Haukum) og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (Selfoss).

Markahæstu leikmennirnir: Einar Rafn Eiðsson (FH) og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (Selfoss).

Dómarar ársins: Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson.

Háttvísisverðlaun HSDÍ: Hákon Daði Styrmisson (Haukum) og Hanna Guðrún Stefánsdóttir (Stjörnunni)

Sigríðarbikarinn: Íris Björk Símonardóttir (Gróttu).

Valdimarsbikarinn: Guðmundur Hólmar Helgason (Val)

Unglingabikar HSÍ: Valur

Besti leikmaður 1. deildar: Andri Hjartar Grétarsson (Stjörnunni).

Efnilegasti leikmaður 1. deildar: Teitur Örn Einarsson (Selfossi).

Þjálfari 1. deildar: Róbert Þór Sighvatsson (Þróttur).

Markvörður 1. deildar: Ingvar Kristinn Guðmundsson (Fjölni).

Varnarmaður 1. deildar: Sveinn Þorgeirsson (Fjölni)

Sóknarmaður 1. deildar og markahæsti leikmaður deildarinnar: Andri Þór Helgason (HK).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×