Handbolti

Janus Daði fer strax frá Haukum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Janus Daði Smárason í leiknum í gær.
Janus Daði Smárason í leiknum í gær. Vísir/Getty
Haukar og danska liðið Álaborg hafa komist að samkomulagi um að Janus Daði Smárason gangi strax til liðs við Álaborg, um leið og HM lýkur í Frakklandi.

Í síðustu viku var greint frá því að Janus Daði hefði samið við Álaborg og myndi byrja að spila með liðinu frá og með næsta tímabili.

Því hefur hins vegar verið flýtt en samkvæmt fréttatilkynningu frá Haukum barst ósk þess efnis frá Álaborg á þriðjudagsmorgun og er samkomulag á milli aðila nú í höfn.

Sjá einnig: Janus Daði búinn að semja við Álaborg

Aron Kristjánsson er þjálfari Álaborgar sem situr á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar.

„Haukar sjá á eftir góðum liðsmanni og félaga og óska honum alls hins besta á nýjum vígstöðum,“ sagði í tilkynningu Hauka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×