Handbolti

Janus Daði: Lið Angóla er kraftmikið en óagað

Arnar Björnsson skrifar
„Ég er bara vel stemmdur og við ætlum okkur að taka tvö stig,“ segir Janus Daði Smárason  sem fær væntanlega stórt hlutverk gegn Angóla í kvöld.

Þú varst nokkuð duglegur að láta reka þig útaf í síðasta leik. Ætlarðu að passa þig betur í kvöld?

„Ég var helvítis auli og það var dýrt. Ég fer ekki með það markmið að láta reka mig þrisvar útaf núna. Ég lofa þér því.“

Er sóknarleikurinn ekki vandamál?

„Jú jú en að sama skapi ef við mætum eins í næstu leiki þá vinnum við þá. Við létum slóvenska markvörðinn verja of mikið frá okkur. Við vorum að fá fullt af hörkufærum en glutruðum boltanum of oft. Svo lengi sem við náum að klára sóknirnar með skotum þá er ég sannfærður um að við vinnum næstu leiki.“

Janus óttast ekki að þeir vanmeti Angóla þrátt fyrir að lið þeirra hafi ekki slegið í gegn í Frakklandi.

„Alls ekki. Það er rosa kraftur í þeim. Þeir spila kannski óagað en þeir geta hitt á dag þar sem það er allt inni hjá þeim. Við þurfum að vera viðbúnir því.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Tengdar fréttir

Gott fyrir egóið að verja víti

Björgvin Páll Gústavsson er búinn að hræða vítaskyttur andstæðinga Íslands á HM enda hefur hann varið meira en helming vítanna sem hann hefur fengið á sig. Hann er sífellt að bæta sig í þessum tölfræðiflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×