James leiddi sína menn til sigurs - Myndbönd

 
Körfubolti
11:30 16. JANÚAR 2016
Lebron James setur boltann í körfuna í nótt.
Lebron James setur boltann í körfuna í nótt. VÍSIR/GETTY

Fjölmargir leikur fóru fram í NBA-deildinni í nótt og ber þar helst frábær sigur Cleveland Cavaliers á Houston Rockets.

Lebron James og félagar voru ekki í miklum vandræðum með gott lið Rockets og unnu leikinn 91-77. James gerði 19 stig fyrir Cleveland í leiknum og tók ellefu fráköst. Stigaskorið dreifðist því nokkuð vel hjá Cleveland. Liðið er ennþá á toppnum í austurdeildinni, með 28 sigurleiki og tíu töp.

Þá vann Dallas Mavericks  frábæran útisigur á Chicago Bulls 83-77. Dirk Nowitzki var flottur í liði Dallas og skoraði 21 stig. Hjá Bulls var það Pau Gasol sem gerði 17 stig.

Hér að neðan má sjá öll úrslitin frá því í nótt:
New Orleans Pelicans – Charlotte Hornets 109-107
Milwaukee Bucks – Atlanta Hawks 106-101
Denver Nuggets – Miami Heat 95-98
Houston Rockets – Cleveland Cavaliers 77-91
Indiana Pacers – Washington Wizards 104-118
Oklahoma City Thunder – Minnesota Timberwolves 113-93
Boston Celtics – Phoenix Suns 117-103
Brooklyn Nets – Portland Trail Blazers 104-116
Chicago Bulls – Dallas Mavericks 77-83
Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Sport / Körfubolti / James leiddi sína menn til sigurs - Myndbönd
Fara efst