Körfubolti

James lætur Barkley heyra það: Ég hrækti aldrei á krakka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
vísir/getty
LeBron James er búinn að fá sig fullsaddan af gagnrýni Charles Barkley.

„Ég er orðinn þreyttur á bíta í tunguna á mér. Það er nýr fógeti í bænum,“ sagði pirraður James eftir tap Cleveland Cavaliers fyrir Dallas Mavericks í nótt.

Í gegnum tíðina hefur Barkley verið ófeiminn við að gagnrýna James. Það gerðist síðast í síðustu viku, eftir að James talaði að Cleveland þyrfti að styrkja leikmannahóp sinn.

„Þetta er óviðeigandi og væl,“ sagði Barkley um James í síðustu viku.

„Cleveland hefur gefið honum allt sem hann vill. Þeir eru með dýrasta lið í sögu NBA. Hann vildi fá J.R. Smith síðasta sumar og þeir borguðu honum. Hann vildi Iman Shumpert síðasta sumar. Þeir fengu Kyle Korver. Hann er besti leikmaður í heimi. Af hverju vill hann fá alla góðu leikmennina? Vill hann ekki keppa? Hann er stórkostlegur leikmaður og þeir eru ríkjandi meistarar.“

James hefur venjulega látið það vera að svara Barkley en nú er mælirinn loks fullur. Eftir tapið fyrir Dallas Mavericks í gær lét James Barkley heyra það.

„Ég ætla ekki að leyfa honum að vanvirða arfleið mína svona,“ sagði James í samtali við ESPN og rifjaði því næst upp gamlar syndir Barkleys.

„Það er ekki ég hef sem hef hent manni í gegnum rúðu. Ég hrækti aldrei á krakka. Ég á ekki ógreidda skuld í Las Vegas. Ég sagði aldrei „Ég er ekki fyrirmynd.“ Ég mætti aldrei á sunnudaginn á Stjörnuleikshelginni því ég var að djamma í Vegas alla helgina.

„Allan minn feril hef ég komið rétt fram sem fulltrúi NBA-deildarinnar. Ég hef aldrei lent í vandræðum á 14 ára ferli, borið virðingu fyrir leiknum. Prentið það,“ sagði James ennfremur.

NBA

Tengdar fréttir

NBA-meistararnir í Cleveland vildu ekki fá Carmelo Anthony

Carmelo Anthony, stórstjarna New York Knicks liðsins í NBA-deildinni í körfubolta, hefur átt betri daga en þessi öflugi leikmaður hefur aldrei komist langt í úrslitakeppninni á sínum ferli. Nú síðast sagði eitt besta lið deildarinnar "nei takk“ þegar því var boðið að fá til sín Melo.

Óvænt tap Cleveland í Dallas

Annað kvöldið í röð vann Dallas Maverics meistaraefni en upprisan hjá liðinu heldur áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×