Fótbolti

James kynntur til leiks | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Rodriguez veifar til áhorfenda á Santiago Bernabeu í gær.
James Rodriguez veifar til áhorfenda á Santiago Bernabeu í gær. Vísir/Getty
Það var húsfyllir á Santiago Bernabeu í gær þegar nýjasti liðsmaður Real Madrid, James Rodriguez, var til kynntur til leiks við mikla athöfn.

Gengið var frá kaupunum á Kólumbíumanninum í gær, en talið er að James hafi kostað í kringum 80 milljónir evra, sem gera hann að einum dýrasta knattspyrnumanni sögunnar. James kemur til Madridar frá Monaco þar sem hann lék á síðustu leiktíð.

James spókaði sig m.a. um á vellinum í búningi Real Madrid, en honum var úthlutað treyjunúmerinu 10.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá athöfninni.



Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir

Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld.

James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp

Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark.

Mark James það besta á HM

Fyrra mark James Rodriguez í leik Kólumbíu og Úrúgvæs í 16-liða úrslitum HM í fótbolta hefur verið útnefnt mark mótsins.

James Rodríguez nálgast Real Madrid

Samkvæmt spænska miðlinum AS hefur Real Madrid komist að samkomulagi við Monaco um kaupverðið á kólumbíska miðjumanninum.

James: Sárir en stoltir

James Rodriguez, ein skærasta stjarna HM, segir að hann og liðsfélagar hans séu stoltir af árangri Kólumbíu á HM.

Rodriguez: Draumur að spila fyrir Real Madrid

Kólumbíski knattspyrnumaðurinn James Rodriguez, leikmaður franska liðsins Monaco, sagði í samtali við spænska dagblaðið Marca að draumur hans væri að leika með Evrópumeisturum Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×