Fótbolti

James er nýjasti liðsmaður Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Rodriguez hæstánægður í læknisskoðun.
James Rodriguez hæstánægður í læknisskoðun. Vísir/Getty
James Rodriguez, sem varð markakóngur HM í Brasilíu fyrr í sumar, er genginn í raðir Real Madrid frá Monaco.

James gerir sex ára samning við Madrid, en talið er að kaupverðið sé í kringum 80 milljónir evra.

Kólumbíumaðurinn verður kynntur til sögunnar sem leikmaður Real Madrid á Santiago Bernabeu í kvöld.

James, sem er 23 ára, lék með Monaco á síðasta tímabili, en hann kom til Frakklands frá Porto þar sem hann lék á árunum 2010-2013.


Tengdar fréttir

Mark James það besta á HM

Fyrra mark James Rodriguez í leik Kólumbíu og Úrúgvæs í 16-liða úrslitum HM í fótbolta hefur verið útnefnt mark mótsins.

James Rodríguez nálgast Real Madrid

Samkvæmt spænska miðlinum AS hefur Real Madrid komist að samkomulagi við Monaco um kaupverðið á kólumbíska miðjumanninum.

Rodriguez: Draumur að spila fyrir Real Madrid

Kólumbíski knattspyrnumaðurinn James Rodriguez, leikmaður franska liðsins Monaco, sagði í samtali við spænska dagblaðið Marca að draumur hans væri að leika með Evrópumeisturum Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×