Körfubolti

James efstur í öllu af öllum í úrslitaeinvíginu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James býr sig undir að troða.
James býr sig undir að troða. vísir/getty
LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið magnaður í úrslitaeinvíginu gegn Golden State Warriors.

Cleveland lenti 3-1 undir í einvíginu en vann leiki fimm og sex og tryggði sér oddaleik sem hefst núna á miðnætti.

Sjá einnig: Keypti tvo miða á sjöunda leikinn á 6,2 milljónir stykkið

Tölfræðin sem James sem hefur boðið upp á í síðustu tveimur leikjum er nánast ómennsk.

James mætir til leiks.vísir/getty
Í fimmta leiknum, sem Cleveland vann 97-112, skoraði James 41 stig, tók 16 fráköst, gaf sjö stoðsendingar, stal boltanum í þrígang og varði þrjú skot.

Cleveland vann sjötta leikinn 115-101 þar sem James skoraði aftur 41 stig. Auk þess tók hann átta fráköst, gaf 11 stoðsendingar, stal fjórum boltum, varði þrjú skot og var með 59,2% skotnýtingu.

James er með 30,2 stig, 11,3 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu og margir spá því að hann verði valinn verðmætasti leikmaður þess, burtséð frá úrslitum oddaleiksins í nótt.

Til að setja þessa mögnuðu frammistöðu í eitthvað samhengi, þá er vert að benda tíst frá ESPN Stats & Info.

Þar kemur fram að James er efstur í öllum tölfræðiþáttum í úrslitaeinvíginu af öllum leikmönnum í báðum liðum.

Sjá einnig: Iguodala ætlar að harka af sér og spila oddaleikinn

James hefur m.ö.o. skorað flest stig, tekið flest fráköst (ásamt samherja sínum Tristan Thompson), gefið flestar stoðsendingar, stolið flestum boltum og varið flest skot af öllum leikmönnum í einvíginu. Mögnuð tölfræði sem verður seint toppuð.

Oddaleikur Golden State og Cleveland hefst klukkan tólf á miðnætti og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×