Lífið

James Corden brast í grát þegar Coldplay og tugþúsundir aðdáenda sungu afmælissönginn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Corden flutti með Coldplay magnaða útgáfu af lagi Prince, Nothing Compares 2 U.
Corden flutti með Coldplay magnaða útgáfu af lagi Prince, Nothing Compares 2 U. Vísir
Coldplay heiðraði minningu tónlistarmannsins Prince á tónleikunum sínum í Los Angeles á dögunum. Tók hljómsveitin magnaða útgáfu af lagi Prince, Nothing Compares 2 U, en óvæntur gestur aðstoðaði sveitina við flutninginn.

Það var nefnilega spjallþáttastjórnandinn James Corden sem lék aðalhlutverkið í laginu og söng lagið sem Sinéad O’Connor gerði heimsfrægt á sínum tíma. Eftir flutninginn var afmælisköku trillað upp á svið á meðan Martin leiddi afmælissöng fyrir Corden sem átti afmæli á dögunum. Byrjuðu þá tárin að flæða hjá Corden.

Áður en að Corden var kynntur til leiks sagði Chris Martin, söngari Coldplay, áhorfendum þá sögu að Corden væri í raun og veru fimmti meðlimur sveitarinnar.

„Það sem fólk veit ekki er að það var annar gaur sem við hittum sem var sá hæfileikaríkasti og ef hann hefði verið með okkur í hljómsveitinni værum við besta hljómsveit allra tíma. En hann ákvað að feta sinn eigin feril,“ sagði Martin áður en Corden steig á svið.

„Þið þekkið hann kannski af þessu Carpool Karaoke dæmi hans og öðru slíku en við þekkjum hana bara sem manninn sem sagði nei við að vera í hljómsveit með okkur,“ við mikinn fögnuð áhorfenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×