Sport

Jamaíkumenn íhuga að áfrýja eftir að gullið var tekið af Bolt og félögum

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Jamaíka íhugar áfrýja úrskurði Alþjóðaólympíunefndarinnar að svipta jamaísku sveitinni í 4x100 metra hlaupi karla gullverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.

Nesta Carter, lykilmaður í sveitinni frá 2007-2015, fanst sekur um lyfjamisnotkun þegar fryst lyfsýni hans frá leikunum var endurprófað með nýjustu tækni á síðasta ári. Hann var sviptur gullinu og um leið allir liðsfélagar hans eins og reglur kveða á um.

Þetta þýðir að þrefalda þrennan hans Usain Bolt er að engu orðin en hann vann 100, 200 og 4x100 metra hlaupin á Ólympíuleikunum í Peking 2008, Lundúnum 2012 og nú síðast í Ríó 2016. Gullverðlaunin hans níu eru nú orðin átta út af Nesta Carter.

„Við verðum að ákveða hvað er best fyrir okkur að gera út frá lagalegu sjónarmiði. Þetta er lið þannig við verðum að gefa öllum tækifæri á að hreinsa nafn sitt,“ segir Mike Fennell, aðstoðar framkvæmdastjóri jamaíska Ólympíusambandsins, við BBC.

Lögfræðingur Nesta Carter staðfesti í gær að spretthlauparinn mun áfrýja dómnum sínum til íþróttadómstólsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×