Innlent

Jákvæðni gagnvart ferðamönnum minnkar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Jákvæðni Íslendinga gagnvart erlendum ferðamönnum hér á landi hefur minnkað talsvert á milli ára. Samkvæmt könnun MMR segjast 67,7 prósent Íslendinga vera jákvæð gagnvart ferðamönnum, samanborið við 80 prósent í júlí í fyrra.

Í tilkynningu frá MMR kemur fram að nokkur munu hafi verið á viðhorfi til ferðamanna eftir búsetju, tekjum og kyni.

„Þeir sem að voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu voru líklegri til þess að vera jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi en þeir sem voru búsettir á landsbyggðinni. Þannig sögðust 71,7 prósent þeirra sem búsett voru á höfuðborgarsvæðinu vera jákvæð gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi, borið saman við 60,3 prósent þeirra sem búsett voru á landsbyggðinni.“

Þar að auki voru þeir sem höfðu hærri heimilistekjur jákvæðari gagnvart ferðamönnum en þeir sem höfðu lægri tekjur.

Stuðningsmenn Samfylkingarinnar virðast einstaklega jákvæðir gagnvart ferðamönnum en 85,3 prósent þeirra sögðust vera jákvæð. Hins vegar voru þeir sem studdu Pírata síður jákvæðir gagnvart ferðamönnum eða 64 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×