Körfubolti

Jakob Örn stigahæstur í tapleik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson í leik með Borås.
Jakob Örn Sigurðarson í leik með Borås. mynd/borås basket
Jakob Örn Sigurðarson, leikmaður Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, var stigahæstur sinna manna þegar þeir töpuðu á heimavelli fyrir Jämtland í kvöld, 93-79.

Gestirnir í Jämtland voru 31-24 yfir eftir fyrsta leikhlutann og unnu svo annan fjórðung með þrettán stigum, 30-17. Heimamenn náðu aðeins að snúa dæminu við í seinni hálfleik en sigur Jämtland var aldrei í hættu.

Jakob Örn, sem er fyrirliði Borås, skoraði 23 stig auk þess sem hann tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hann hitti úr átta af tólf skotum sínum í leiknum, þar af sex af átta í teignum og tveimur af fjórum fyrir utan þriggja stiga línuna.

Borås-liðið hefur verið upp og niður upp á síðkastið og tapað og unnið leiki til skiptist. Það er sem stendur í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eins og Uppsala Basket sem er sæti neðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×