Körfubolti

Jakob Örn stigahæstur í sigurleik

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson er fyrirliði Borås.
Jakob Örn Sigurðarson er fyrirliði Borås. mynd/borås
Jakob Örn Sigurðarson og félagar hans í Borås Basket komust aftur á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegarl iðið lagið Uppsala, 75-72, á útivelli.

Borås-liðinu hefur skort stöðugleika upp á síðkastið en því gengur ekkert að vinna tvo leiki í röð. Fyrir sigurinn í kvöld var það búið að vinna tvo af síðustu fjórum.

Jakob Örn, sem er fyrirliði Borås, var í miklu stuði en hann var stigahæstur í sínu liði með 18 stig. Landsliðsmaðurinn fyrrverandi hitti úr fjórum af fimm skotum sínum í teignum og tveimur af sex fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá hitti hann úr öllum fjórum vítaskotunum sínum.

Auk stiganna 18 tók Jakob fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu en hann spilaði rétt ríflega 34 mínútur af 40 í leiknum.

Borås er áfram í fjórða sæti deildarinnar en það er með 16 stig eftir átta sigra og sjö töp. Uppsala, liðið sem það vann í kvöld, er með jafnmörg stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×