ŢRIĐJUDAGUR 28. MARS NÝJAST 23:53

Hundrađ kílóa gullpeningi rćnt

FRÉTTIR

Jakob og félagar sátu fastir í marga tíma á flugvelli vegna sprengjuhótunnar

 
Körfubolti
14:30 22. JANÚAR 2016
Jakob Örn Sigurđarson.
Jakob Örn Sigurđarson. VÍSIR/VALLI

Jakob Örn Sigurðarson og félagar hans í sænska körfuboltaliðinu Borås Basket eiga útileik á móti BC Luleå í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld en það er óvíst hvort þeir komist norður til Luleå í tæka tíð fyrir leikinn.

Lið Borås Basket lenti nefnilega í miðju ástandi á Gautaborgarflugvelli í morgun þegar allt flug í gegnum flugvöllinn stöðvaðist vegna sprengjuhótunnar.

Staðarblaðið í Borås segir frá málinu á heimsíðu sinni en nú er búið að opna aftur flugvellinum í Gautaborg. Flugvél sem var að fara frá London til Stokkhólms þurfti að lenda í Gautaborg vegna sprengjuhótunnar og á meðan fór enginn flugvél frá Gautaborg.

Borås Basket liðið átti að fljúga frá Gautaborg til Stokkhólms klukkan 9.35 í morgun en Jakob og strákarnir þurftu að dúsa á flugvellinum á meðan flugvallarstarfsmenn unnu í því að fullvissa sig um að engin sprengja væri í flugvélinni sem kom frá London.  Nú er búið að opna flugvöllinn aftur.

Borås Basket liðið komst loksins í loftið eftir margra tíma bið en um leið skapaðist mikil óvissa um að liðið næði hreinlega framhaldsfluginu til Luleå.

Leikur Luleå og Borås Basket á að hefjast í kvöld klukkan 19.04 að sænskum tíma en samkvæmt upplýsingum frá blaðamanni Borås Tidning þá átti liðið að lenda á Arlanda milli 15.30 og 16.00.

Borås Basket spilar mjög marga leiki á þessu tímabili enda á fullu í Evrópukeppninni líka og má félagið því ekki við frestunum. Menn þar á bæ ætla því að gera allt sitt til að ná leiknum í kvöld.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Jakob og félagar sátu fastir í marga tíma á flugvelli vegna sprengjuhótunnar
Fara efst