Körfubolti

Jakob með 15 stig í tapi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jakob Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu.
Jakob Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vísir
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 15 stig í tapi Borås Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag.

Borås mætti liði Södertälje Kings á útivelli en Jakob Örn er lykilmaður í liði Borås. Södertälje tók strax yfirhöndina í leiknum og var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, þá var staðan 22-12.

Munurinn hélst í 10 stigum og var staðan 40-30 í hálfleik. Södertälje var með 60% nýtingu í tveggja stiga skotum stigum í leiknum á meðan Borås var að hitta úr 40% sinna skota.

Í seinni hálfleik var svipað uppi á teningunum. Borås náði þó aðeins að klóra í bakkann en að lokum var það Södertälje Kings sem fór með sigur af hólmi, lokatölur 77-72.

Jakob Örn skoraði 15 stig í leiknum og tók 6 frákost. Hann hitti úr 4 af 8 skotum innan teigs og 1 af 4 utan teigs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×