Körfubolti

Jakob klikkaði á öllum skotunum sínum en þeir unnu samt toppliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. mynd/borasbasket.se
Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Borås Basket unnu í kvöld topplið Luleå í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en það þurfti að framlengja leikinn

Borås Basket liðið náði að vinna þessa sterku mótherja þrátt fyrir að íslenska bakvörðurinn hafi ekki fundið körfuna í kvöld.

Borås vann leikinn á endanum með eins stigs mun, 89-88, eftir að staðan hafði verið 80-80 eftir venjulegan leiktíma.

Jakob tók tvö afar mikilvæg fráköst í framlengingunni og honum tókst líka að klára leikinn með fjórar villur á bakinu.

Jakob endaði leikinn með 0 stig, 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 1 stolinn bolta. Hann tók alls átta skot í leiknum og klikkaði á þeim öllum en fimm þeirra voru fyrir utan þriggja stiga línuna.

Borås Basket er með einn besta heimavöllinn í deildinni en liðið hefur unnið 6 af 7 heimaleikjum sínum á tímabilinu.

Borås Basket var sex stigum á eftir Luleå-liðinu en Luleå var búið að vinna 9 af fyrstu 11 leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×