Körfubolti

Jakob framlagshæstur í öruggum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu.
Jakob Sigurðarson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Vísir
Jakob Sigurðarson og félagar í Borås Basket unnu sannfærandi 38 stiga sigur á Umeå BSKT, 104-66, í sænska körfuboltanum í kvöld.

Borås Basket hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu en liðið vann 77-71 sigur á Jämtland Basket í fyrstu umferð.

Jakob Sigurðarson átti fínan leik í kvöld. Hann var framlagshæstur í sínu liði og fjórði stigahæstur. Borås vann líka með 34 stigum þegar hann var inná vellinu en Jakob spilaði í rúmar 23 mínútur.

Jakob skoraði 17 stig, tók 6 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 2 boltum. Hann var með 23 í framlag.

Borås Basket vann fyrsta leikhlutann 21-13 og var komið 13 stiga forystu í hálfleik, 50-37. Sigur liðsins var því öruggur nær allan tímann.

Jakob Sigurðarson hefur spilað í Svíþjóð frá 2009. Hann var einn af mörgum íslenskum leikmönnum í deildinni á sínum tíma er núna bara einn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×