Lífið

Jagger kennt um ósigur Brasilíu

Mick Jagger á hinum sögufræga leik Brasilíu gegn Þýskalandi.
Mick Jagger á hinum sögufræga leik Brasilíu gegn Þýskalandi. Vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn Mick Jagger var á leik Brasilíu og Þýskalands í gær og varð því vitni af 7-1 tapi Brasilíumanna. Er nú svo komið að söngvarinn þarf að verja sig í fjölmiðlun gegn þessari bölvunar-kenningu, en hann er talin eiga sök á tapi Brasilíumanna.

„Ég get tekið á mig fyrsta mark Þjóðverjanna en ekki hin sex,“ sagði Jagger í viðtali við fjölmiðla ytra. Hann horfði á leikinn ásamt syni sínum, Lucasi og barnsmóður sinni Luciana Giminez sem er einmitt frá Brasilíu. Giminez hefur einnig varið Jagger í fjölmiðlum og segir svona stríðni ekki ásættanlega.

Óheilladísirnar hafa elt Jagger og þau lið sem hann styður á HM síðan árið 2010. Þegar að þau lið sem hann studdi töpuðum sínum leikjum, England, Bandaríkin og Brasilía.

Bölvunin hefur fylgt okkar manni og hans liðum á mótinu í ár. Á Twitter-aðgangi sínum óskaði hann Englendingum góðs gengis en þeir töpuðu fyrir Ítölum. Á tónleikum Rolling Stones í Lissabon í Portúgal fyrir skömmu sagði hann að Portúgal myndi vinna HM, en nei, liðið datt út í riðlakeppninni. Sama má segja þegar að sveitin kom fram á Ítalíu, þá áttu Ítalir að verða heimsmeistarar en komust ekki upp úr sínum riðli.

Í gær mætti hann og studdi Brasilíu og nema hvað, Þjóðverjar tóku Brasilíu í bakaríið. Hefur stuðningur Jaggers svona neikvæð áhrif á þau lið sem hann styður?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×