Viðskipti innlent

Jafnvægi á fasteignamarkaði brothætt

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vísir / Vilhelm
Margt bendir til þess að ágætt jafnvægi sé á fasteignamarkaði og fátt kallar á grundvallarbreytingar á honum. Þetta kemur fram í Hagsjá, vefriti Hagfræðideildar Landsbankans. Meðal gagna sem styðja þetta eru langtímaþróun raunverðs á húsnæði, samhengi íbúðaverðs og kaupmáttar launa og samhengi íbúðaverðs og byggingarkostnaðar.

„Þetta jafnvægi er hins vegar brothætt og það er töluverð óvissa framundan,“ segir á vef bankans. „Þar skipta væntanlegar höfuðstólslækkanir verðtryggðra skulda miklu máli. Það er líklegt að mörg heimili bíði eftir niðurstöðu um sín mál og hugsi sér til hreyfings þegar upplýsinga liggja fyrir.“

Hagfræðideildin bendir einnig á að töluverðar verðhækkanir hafi verið á síðustu mánuðum, sérstaklega á fjölbýli. Telur deildin að verðhækkanir geti haldið áfram sökum aukningar á bæði framboði og eftirspurn, sem auki spennuna á fasteignamarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×