Fótbolti

Jafntefli gegn Kasakstan tryggir sæti á lokakeppni EM

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Vísir/getty
Eftir frækinn 1-0 sigur á Hollandi í kvöld dugir íslenska liðinu eitt stig til þess að tryggja sæti sitt á EM í Frakklandi næsta sumar. Ísland er með átján stig, átta stiga forskot með á Holland í 3. sæti þegar þrjár umferðir eru eftir.

Árangur íslenska liðsins í undankeppninni hefur verið hreint út sagt ótrúlegur en liðið hefur aðeins tapað einum leik af sjö hingað til. Kom eina tapið gegn Tékklandi en íslenska liðið varð fyrsta liðið undanfarna tvo áratugi sem tekur sex stig af Hollandi í undankeppni stórmóta.

Íslenska liðinu dugar því jafntefli úr síðustu þremur leikjum liðsins gegn Kasakstan og Lettlandi á heimavelli eða gegn Tyrklandi úti. Er Ísland með forskot á Holland þegar kemur að innbyrðis viðureigninni og dugar því stig gegn Lettlandi, Kasakstan eða Tyrklandi.

Það er því hægt að segja með sönnu að leikurinn gegn Kasakstan á sunnudaginn í Laugardalnum sé stærsti leikurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×