Handbolti

Jafnt í öðrum leik Íslands í Póllandi

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leik Íslands og Svíþjóðar.
Úr leik Íslands og Svíþjóðar. Mynd/eurohandballpoland2014.pl
Ísland gerði jafntefli við Svíþjóð í öðrum leik liðsins á lokakeppni Evrópumótsins í handbolta í dag en mótið fer fram í Gdansk í Póllandi.

Íslensku strákarnir lögðu Serba í fyrsta leik 29-24 eftir góða frammistöðu í seinni hálfleik og mættu frændum okkar frá Svíþjóð í dag.

Ólíkt leiknum í gær höfðu íslensku strákarnir undirtökin í fyrri hálfleik og leiddu eftir fyrri hálfleikinn 14-12. Sænska liðið náði hinsvegar að vinna sig aftur inn í leikinn í seinni hálfleik og nældu í jafntefli á lokamínútum leiksins.

Ísland leikur lokaleik sinn í riðlinum á sunnudaginn þegar liðið mætir Sviss á sunnudaginn. Með sigri geta íslensku strákarnir tryggt sæti sitt í milliriðlunum sem hefjast á mánudaginn.

Mörk Íslands í leiknum: Egill Magnússon(Stjarnan) 7, Ómar Ingi Magnússon(Selfoss) 7, Óðinn Þór Ríkharðsson(HK) 3, Birkir Benediktsson(Afturelding) 3, Arnar Freyr Arnarsson(Fram) 2, Henrik Bjarnason 1(FH), Leonarð Harðarson(Haukar) 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×