Enski boltinn

Jafnt í Íslendingaslag | Aron Einar fékk á sig víti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári vinnur skallaeinvígi í leik gegn Bournemouth.
Kári vinnur skallaeinvígi í leik gegn Bournemouth. vísir/getty
Charlton og Rotherham skildu jöfn, 1-1, í Íslendingaslag í ensku B-deildinni í fótbolta í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Charlton sem náði forystunni með marki Jordans Cousins á 83. mínútu. En Danny Ward tryggði Rotherham mikilvægt stig þegar hann jafnaði metin á lokamínútunni.

Kári Árnason lék allan leikinn í vörn Rotherham og stóð fyrir sínu.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff sem tapaði 0-2 fyrir Derby á heimavelli. Þetta var þriðja tap Cardiff í röð en liðið situr í 13. sæti deildarinnar.

Aron fékk á sig vítaspyrnu strax á 10. mínútu en hann hefur eflaust verið manna fegnastur þegar Simon Moore varði spyrnu Chris Martin. Aron var svo tekinn af velli á 63. mínútu.

Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum þegar Bolton gerði 2-2 jafntefli við Wolves á heimavelli.

James Henry jafnaði fyrir Úlfana á lokamínútu leiksins og tryggði þeim stig. Bolton komst í 2-1 í fyrri hálfleik með tveimur mörkum fra Zach Clough eftir að Nouha Dicko hafði komið Wolves yfir eftir 3. mínútna leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×