Enski boltinn

Jafnt í hádegisstórleiknum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aguero fagnar marki sínu.
Aguero fagnar marki sínu. Vísir/getty
Arsenal og Manchester City skildu jöfn 2-2 í frábærum fótboltaleik í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu í dag.

Arsenal hóf leikinn vel og var ekki mikið liðið af leiknum þegar nýi leikmaðurinn, Danny Welbeck, skaut í stöngina úr góðu færi.

Þrátt fyrir góða byrjun Arsenal komst Manchester City yfir þegar Sergio Agüero skoraði eftir góða sendingu Jesús Navas á 28. mínútna leik.

City var yfir í hálfleik en Jack Wilshere jafnaði metin eftir sendingu Aaron Ramsey á 63. mínútu. Ellefu mínútum síðar átti svo Wilshere sendinguna á Alexis Sánchez sem kom Arsenal yfir.

City náði að jafna metin sjö mínútum fyrir leikslok þegar Martin Demichelis skallaði hornspyrnu Aleksandar Kolarov í netið.

City fékk frábær færi til að tryggja sér sigurinn undir lokin en stöngin og Wojciech Szczesny í marki Arsenal komu í veg fyrir að Englandsmeistararnir tækju öll stigin.

City er með sjö stig eftir fjóra leiki, í 3. sæti en Arsenal er í 7. sæti með stigi minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×