Handbolti

Jafnt hjá Fylki og Fram | Fimmti sigur Hauka í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thea var öflug í liði Fylkis gegn Fram í kvöld.
Thea var öflug í liði Fylkis gegn Fram í kvöld. vísir/valli
Thea Imani Sturludóttir skoraði sex mörk þegar Fylkir gerði 18-18 jafntefli við Fram í 19. umferð Olís-deild kvenna í kvöld. Árbæingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10.

Elísabet Gunnarsdóttir og Steinunn Björnsdóttir skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Fram sem er í 3. sæti deildarinnar með 30 stig. Fylkir er í því sjöunda með 20 stig.

Fylkir - Fram 18-18 (12-10)

Mörk Fylkis:

Thea Imani Sturludóttir 6, Patrícia Szölösi 4, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 2, Sigrún Birna Arnardóttir 2, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1.

Mörk Fram:

Steinunn Björnsdóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Marthe Sördal 2, Elva Þóra Arnardóttir 1, Hulda Dagsdóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir.

ÍBV gerði góða ferð í Kópavoginn og vann fimm marka sigur, 21-26, á HK.

Ester Óskardóttir fór á kostum í liði ÍBV og skoraði 10 mörk. Þetta var fyrsti deildarsigur Eyjakvenna frá 7. febrúar.

HK - ÍBV 21-26 (10-14)

Mörk HK:

Gerður Arinbjarnar 5, Sigríður Hauksdóttir 4, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Þórhildur Braga Þórðardóttir 3, Emma Havin Sardardóttir 3, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 2.

Mörk ÍBV:

Ester Óskarsdóttir 10, Vera Lopes 4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Elín Anna Baldursdóttir 2, Telma Amado 2, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1.

Þá rúlluðu Haukar yfir botnlið ÍR á útivelli, 23-32. Haukar voru 11 mörkum yfir í hálfleik, 11-22.

Þetta var fimmti deildarsigur Hauka í röð en liðið er í 4. sæti deildarinnar með 26 stig, fjórum stigum á undan ÍBV sem er í því fimmta.

ÍR - Haukar 23-32 (11-22)

Mörk ÍR:

Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 8, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 4, Karen Tinna Demian 4, Auður Margrét Pálsdóttir 2, Petra Waage 2, Sif Maríudóttir 2, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 1.

Mörk Hauka:

Ásta Björk Agnarsdóttir 7, Vilborg Pétursdóttir 5, Anna Lillian Þrastardóttir 5, Áróra Pálsdóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Karen Helga Díönudóttir 3, Gunnhildur Pétursdóttir 2, Agnes Egilsdóttir 1, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.

Fyrr í kvöld vann Valur öruggan sigur á FH.

Viðureign Gróttu og Selfoss var frestað. Leikurinn verður á morgun klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×