Innlent

Jafnréttisstyrkur rýrnar í roðinu

Jakob Bjarnar skrifar
Sigmundur Davíð mun á föstudag úthluta tæpum níu milljónum til jafnréttismála.
Sigmundur Davíð mun á föstudag úthluta tæpum níu milljónum til jafnréttismála.
Forsætisráðherra mun á föstudaginn úthluta styrkjum til rannsókna á sviði jafnréttismála úr Jafnréttissjóði á degi Sameinuðu þjóðanna á morgunverðarmálþingi á Grand Hótel.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að styrkirnir séu fjórir og samtals að upphæð 8,6 mkr. Hins vegar sagði í auglýsingu frá í júlí að gert sé ráð fyrir því að sjóðurinn hafi 9,8 milljónir til ráðstöfunar hvert starfsár og hefur því kvarnast af því fé sem nemur 1,2 milljón frá í sumar.

Jafnréttissjóður er rannsóknarsjóður á vegum forsætisráðuneytisins sem settur var á laggirnar árið 2005 í tilefni af 30 ára afmæli kvennafrídagsins. Tilgangur sjóðsins er að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis.

Uppfært klukkan 12:30:

Ástæður fyrir því að upphæðin sem veitt er í styrkina er lægri en heildaruppæðin sem veitt er til verkefnisins alls, 9,8 milljónir og auglýst var í sumar, eru meðal annars þær að af þeirri upphæð er einnig greiddur allur kostnaður við sjóðinn svo sem þóknun til formanns, auglýsingar, kostnaður vegna málþingsins og fleira. Samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, Sigurði Má Jónssyni, hefur það aldrei verið þannig að fjárveitingin hafi öll farið í styrkina. Það er meira að segja svo að í fyrra var farið örlítið fram úr fjárveitingu og er verið að jafna það núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×