Jafnréttisstýra biður um skýringar ráðherra Svavar Hávarðsson skrifar 23. mars 2016 07:00 Málið varðar rétt umgengnisforeldra beint - sem eru 90% karlar. vísir/heiða Jafnréttisstofa mun kalla eftir skýringum frá stjórnvöldum á skipan Ólafar Nordal innanríkisráðherra í verkefnisstjórn þriggja ráðuneyta sem fjallar um hvaða laga- og reglugerðarbreytingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að lögfesta ákvæði í barnalög um skipta búsetu barns. Fjórir skipa nefndina; þrjár konur og einn karl sem er ekki í anda jafnréttislaga. Málið varðar ekki síst réttindi umgengnisforeldra þar sem tæp 90 prósent eru karlar. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir það skýrt markmið jafnréttislaga að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. „Opinberir aðilar eiga að sjálfsögðu að ganga á undan með góðu fordæmi. Samkvæmt 15. grein jafnréttislaga ber að tilnefna bæði karl og konu. Það er svo þess sem endanlega skipar viðkomandi nefnd að sjá til þess að hún sé rétt skipuð nema að hlutlægar ástæður liggi fyrir skipaninni, til dæmis sérstök sérfræðiþekking. Það er þó erfitt að sjá að það gildi í þessu tilviki en Jafnréttisstofa mun að sjálfsögðu kalla eftir skýringum á þessari skipan mála,“ segir Kristín.Kristín ÁstgeirsdóttirSpurð hvort skýringin á skipan nefndarinnar með ójöfnum kynjahlutföllum eigi mögulega rætur að rekja í hugsanlegan mun á skipan stjórnar, nefndar eða verkefnisstjórnar í lögum, svarar Kristín að hún fái ekki séð mun þar á. „Það eru auðvitað vonbrigði að sjá skipan eins og þessa sem virðist ónauðsynleg. Ráðuneytin þurfa að vera betur vakandi en það er sem betur fer undantekning að sjá svona dæmi,“ segir Kristín. Verkefnisstjórnin hefur hafið störf. Forsagan er sú að 1. september kom út skýrsla innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Skýrslan var unnin í kjölfar ályktunar Alþingis um að fela innanríkisráðherra að kanna með hvaða leiðum megi jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns. Niðurstaða starfshópsins var að í ýmsum gildandi lögum, reglugerðum og reglum sé bersýnilega aðstöðumunur milli foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna og ala þau upp á tveimur heimilum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Jafnréttisstofa mun kalla eftir skýringum frá stjórnvöldum á skipan Ólafar Nordal innanríkisráðherra í verkefnisstjórn þriggja ráðuneyta sem fjallar um hvaða laga- og reglugerðarbreytingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að lögfesta ákvæði í barnalög um skipta búsetu barns. Fjórir skipa nefndina; þrjár konur og einn karl sem er ekki í anda jafnréttislaga. Málið varðar ekki síst réttindi umgengnisforeldra þar sem tæp 90 prósent eru karlar. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir það skýrt markmið jafnréttislaga að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. „Opinberir aðilar eiga að sjálfsögðu að ganga á undan með góðu fordæmi. Samkvæmt 15. grein jafnréttislaga ber að tilnefna bæði karl og konu. Það er svo þess sem endanlega skipar viðkomandi nefnd að sjá til þess að hún sé rétt skipuð nema að hlutlægar ástæður liggi fyrir skipaninni, til dæmis sérstök sérfræðiþekking. Það er þó erfitt að sjá að það gildi í þessu tilviki en Jafnréttisstofa mun að sjálfsögðu kalla eftir skýringum á þessari skipan mála,“ segir Kristín.Kristín ÁstgeirsdóttirSpurð hvort skýringin á skipan nefndarinnar með ójöfnum kynjahlutföllum eigi mögulega rætur að rekja í hugsanlegan mun á skipan stjórnar, nefndar eða verkefnisstjórnar í lögum, svarar Kristín að hún fái ekki séð mun þar á. „Það eru auðvitað vonbrigði að sjá skipan eins og þessa sem virðist ónauðsynleg. Ráðuneytin þurfa að vera betur vakandi en það er sem betur fer undantekning að sjá svona dæmi,“ segir Kristín. Verkefnisstjórnin hefur hafið störf. Forsagan er sú að 1. september kom út skýrsla innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Skýrslan var unnin í kjölfar ályktunar Alþingis um að fela innanríkisráðherra að kanna með hvaða leiðum megi jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns. Niðurstaða starfshópsins var að í ýmsum gildandi lögum, reglugerðum og reglum sé bersýnilega aðstöðumunur milli foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna og ala þau upp á tveimur heimilum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. mars.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira