Enski boltinn

Jackett vill að Björn Bergmann sanni sig hjá Wolves

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björn Bergmann Sigurðarson er enn samningsbundinn enska B-deildarliðinu Wolves og Kenny Jackett, stjóri liðsins, er enn vongóður um að kappinn hafi áhuga á að spila hjá liðinu.

Björn gekk í raðir Wolves árið 2012 en fékk lítið að spila fyrsta tímabilið. Liðið féll svo í C-deildina um vorið og Björn Bergmann var lánaður til Molde í Noregi, þar sem hann varð meistari í haust.

„Að öllu óbreyttu er hann væntanlegur aftur en það hafa engar viðræður átt sér stað á milli félaganna um að félagaskiptin verði varanleg,“ sagði Jackett við enska fjölmiðla.

„Ég vil gjarnan halda opnum huga því hann býr yfir þeim líkamlegu eiginleikum sem maður leitar að í fari leikmanna. En það mun mikið velta á viðhorfi Björns og hversu ákveðinn hann er. Vill hann sanna sig í enskum fótbolta?“

„Hann er enn ungur og getur enn látið reyna á þetta. Þetta snýst um hvort að hann vilji nýta þetta tækifæri og við munum því sjá til.“


Tengdar fréttir

Björn Bergmann: Ótrúlegasta sem ég hef upplifað

Björn Bergmann Sigurðarson hefur verið meiddur meira og minna allt tímabilið hjá Molde í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta en kom inn á sem varamaður í gær og tryggði liðinu norska meistaratitilinn.

Björn Bergmann á leið aftur til Noregs

Norskir fjölmiðlar greina frá því að norsku bikarmeistararnir í Molde séu á góðri leið með að fá Björn Bergmann Sigurðarson frá Wolves.

Björn Bergmann tryggði Molde meistaratitilinn

Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sigurmark Molde sem lagði Viking 2-1 á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Björn Bergmann tryggði Molde þar með norska meistaratitilinn þegar fjórar umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×