Lífið

Jack White drullar yfir Rolling Stone og Foo Fighters

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Jack White er óhræddur við að opinbera skoðanir sínar eins og sönnum rokkara sæmir.
Jack White er óhræddur við að opinbera skoðanir sínar eins og sönnum rokkara sæmir. Getty
Rokkarinn Jack White skaut föstum skotum á Rolling Stone tímaritið og hljómsveitina Foo Fighters á tónleikum sínum í Boston í gærkvöld. Samkvæmt tónlistarsíðunni Pitchfork byrjaði White á því að segja að „flestir tónlistarmenn noti ekki hljóðnema lengur“ og sagði að hljóðnemarnir væru ekki einu sinni tengdir hjá flestum söngvurum.

Þá úthúðaði hann Foo Fighters og sagði að hljómsveitin væri með aukagítarleikara sem „spilaði sömu lagabútana“ til að hylja feilnótur.

Þá úthúðaði White Rolling Stone tímaritinu og sagði að það væri ómerkilegt slúðurblað. Hann minntist einnig á það að Jann Wenner, stofnandi tímaritsins, ætti einnig slúðurblaðið US Weekly.

„Allt í lagi, núna þarf ég opinberlega að hætta af því að þetta er að verða reiðilestur í anda Kanye West. Af því að í dag þá máttu greinilega ekki tala við aðdáendur þína um neitt án þess að það sé kallað reiðilestur,“ sagði White.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×