Körfubolti

Já, það var gaman í stúkunni á þessum leik | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Getty
Körfuboltalið Maryland-háskólans fær frábæran stuðning á pöllunum í heimaleikjum sínum eins og landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson, fyrrum leikmaður skólans, getur örugglega vottað.

Þessi frábæri stuðningur á mikinn þátt í mörgum sigrum liðsins og stemningin var mögnuð á pöllunum á dögunum þegar Maryland Terrapins liðið vann óvæntan sigur á Wisconsin-skólanum, fimmta besta háskólaliði Bandaríkjanna.

Maryland-háskólaliðið er í fjórtánda sæti yfir bestu háskólalið Bandaríkjanna en liðið vann þara 59-53 sigur á Wisconsin. Sigurinn kemur þó eflaust ekki mörgum á óvart sem horfa á myndbandið hér fyrir neðan sem var tekið upp í einu leikhléinu í fyrri hálfleik.

Lukkudýrið Testudo var í stóru hlutverki í að kveikja í fólkinu í stúkunni sem var heldur betur að njóta þess að dansa undir taktfastri tónlist í hljóðkerfi hússins. Þetta er mikil sýning og hópdans í hæsta gæðaflokki.

Stemmningin í Xfinity Center var líka einstök eftir þetta og leikmenn liðsins nýttu sér það örugglega í að landa flottum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×