FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER NÝJAST 23:55

Kona hljóp 25 kílómetra á rangri leiđ í maraţoni

FRÉTTIR

Ívar búinn ađ fćkka um fjórar í ćfingahópnum

 
Körfubolti
10:21 16. FEBRÚAR 2016
Grindvíkingarnir Ingunn Embla Kristínardóttir og Björg Einarsdóttir eru báđar í hópnum.
Grindvíkingarnir Ingunn Embla Kristínardóttir og Björg Einarsdóttir eru báđar í hópnum. VÍSIR/ANTON

Ívar Ásgrímsson hefur fækkað um fjóra leikmenn í æfingahóp sínum fyrir leikina sem eru framundan í undankeppni EM 2017.

Sextán leikmenn skipa hópinn en tólf af þeim munu fara út til Portúgals þar sem íslenska liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn kemur.

Ragna Margrét Brynjarsdóttir, sem hefur verið meidd á hné, er áfram með í æfingahópnum en þær sem duttu út að þessu sinni eru Hallveig Jónsdóttir, María Björnsdóttir, Sylvía Rún Hálfdánardóttir og Marín Laufey Davíðsdóttir.

Íslenska landsliðið verður við æfingar í dag og á morgun og mun svo halda að utan á fimmtudagsmorguninn.

Björg Einarsdóttir, Ingunn Embla Kristínardóttir, Margrét Kara Sturludóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir voru ekki með í leikjunum fyrir áramóti þar sem íslensku stelpurnar mættu Ungverjalandi og Slóvakíu.

Leikmenn í 16 manna æfingahóp landsliðs kvenna:

Auður Íris Ólafsdóttir - Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 sm · 8 landsleikir
Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 sm · 2 landsleikir
Bergþóra Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 sm · 1 landsleikur
Björg Einarsdóttir - Grindavík · Bakvörður · f. 1992 · 165 sm · 3 landsleikir
Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 sm · 9 landsleikir
Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 sm · 21 landsleikir
Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 sm · 59 landsleikir
Ingunn Embla Kristínardóttir - Grindavík · Bakvörður · f. 1995 · 169 sm · 3 landsleikir
Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 sm · 33 landsleikir

Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 sm · 37 landsleikir
Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 sm · 7 landsleikir
Margrét Kara Sturludóttir - Stjarnan · Framherji · f. 1989 · 175 sm · 13 landsleikir
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 sm · 38 landsleikir

Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 sm · 31 landsleikir
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir - Hamar · Miðherji · f. 1991 · 188 sm · Nýliði
Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 sm · 5 landsleikir


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Ívar búinn ađ fćkka um fjórar í ćfingahópnum
Fara efst