Körfubolti

Ívar Ásgrímsson: Liðin halda í sína Íslendinga eins og gull

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ívar Ásgrímsson þjálfar áfram karlalið Hauka.
Ívar Ásgrímsson þjálfar áfram karlalið Hauka. Vísir/Ernir
„Stefnan er alltaf að stíga næsta skref. Við höfum verið að vinna eftir fjögurra ára áætlun og næsta skref er að komast í úrslit,“ segir Ívar Ásgrímsson en hann skrifaði undir nýjan samning við Hauka í gær um að þjálfa karlalið félagsins.

Emil Örn Sigurðarson verður áfram aðstoðarmaður hans og svo mun Pétur Ingvarsson koma inn í teymið.

„Pétur verður okkur innan handar í greiningu á leikjum og líka með okkur á bekknum.“

Sem fyrr ætla Haukarnir að byggja sitt lið upp á heimamönnum en eru þó líka að leita að einhverri styrkingu.

„Það er ekki hlaupið að því enda halda liðin í sína Íslendinga eins og gull. Við erum að skoða ýmsar leiðir og vonandi getum við tilkynnt um eitthvað á næstu dögum. Forgangur var þó að tryggja okkar stráka og við erum að klára samninga við alla okkar leikmenn á næstu dögum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×