Lífið

Ítarlega fjallað um íslenska bjórbannið á BBC

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það var víst nóg að gera í ríkinu þann 1. mars 1989.
Það var víst nóg að gera í ríkinu þann 1. mars 1989. Vísir/GVA
Í dag, 1. mars, eru 26 ár liðin frá því að bjórbanninu var aflétt á Íslandi. Af því tilefni er ítarlega fjallað um bjórbannið á vef BBC í frétt undir fyrirsögninni "Why Iceland Banned Beer."

Í fréttinni er meðal annars rætt við sagnfræðingana Unnar Ingvarsson og Stefán Pálsson sem sendi einmitt frá sér bókina Bjór: umhverfis jörðina á 120 tegundum fyrir seinustu jól. Er haft eftir Stefáni að það hafi ekki þótt mjög þjóðrækið að drekka bjór þegar áfengisbannið var sett á árið 1915, þar sem Íslendingar hafi tengt bjórdrykkju við lífsstíl nýlenduherranna, Dana.

Bjórinn er hins vegar vinsælasti áfengi drykkurinn á Íslandi í dag en samkvæmt skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er hann 62% alls þess áfengis sem Íslendingar drekka á ári.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×